spot_img
HomeFréttirKristrún: Ekkert forskot að vera ríkjandi bikarmeistari

Kristrún: Ekkert forskot að vera ríkjandi bikarmeistari

10:15

{mosimage}
(Fyrirliðarnir með bikarinn eftirsótta)

Haukar mæta í dag í Laugardalshöllina sem ríkjandi bikarmeistarar en liðið vann bikarinn eftir frækinn sigur á Keflavík í fyrra 77-78. Kristrún Sigurjónsdóttir fyrirliði Hauka sagði í samtali við Karfan.is á sameiginlegum blaðamannafundi KKÍ og Lýsingar fyrr í vikunni að fyrri afrek telji ekkert þegar komið er út í leik eins og bikarúrslitaleik.

,,Það mun ekki skipta neinu máli í svona leik. Sem ríkjandi bikarmeistarar höfum við ekkert forskot og engu að tapa,” sagði Kristrún en hún sagði að lið hennar væri vel statt fyrir stóra leikinn.

Gengi Hauka í deildinni í vetur hefur ekki verið eins og undanfarin ár og liðið var að tryggja sér á miðvikudagskvöld fjórða sætið í deildinni. Þegar Kristrún var spurð hvort þetta væri eini möguleiki Hauka á titli í vetur svaraði Kristrún um hæl að svo væri ekki. ,,Nei, þetta er ekki okkar eini séns. Það eru þrír bikarar eftir og við stefnum á tvo þeirra og annar er bikarmeistaratitillinn.”

Bikarúrslitaleikur kvenna hefst kl. 14:00 í dag í Laugardalshöllinni og er hann einnig sýndur á RÚV.

[email protected]

Mynd: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -