09:23
{mosimage}
Kristrún Sigurjónsdóttir, landsliðskona í körfuknattleik og fyrirliði Íslandsmeistara Hauka, er samkvæmt öruggum heimildum mbl.is á leið frá Haukum til Hamars í Hveragerði og ætlar að spila með liðinu á næstu leiktíð undir stjórn Ágústs Björgvinssonar, fyrrum þjálfara Haukaliðsins. www.mbl.is greinir frá þessu í dag.
Morgunblaðið greindi einnig frá því fyrir skemmstu að Guðbjörg Sverrisdóttir, einnig leikmaður Íslandsmeistara Hauka, væri á leið til Hamars. Liðið frá blómabænum er því orðið ansi vel mannað fyrir næstu leiktíð en Hamarskonur náðu í fyrsta sinn í sögu félagsins á síðustu leiktíð að vinna sigur gegn Haukum. Þá komust Hamarskonur í undanúrslit sem er einnig besti árangur félagsins.