spot_img
HomeFréttirKristófer kynntur til leiks hjá Denain

Kristófer kynntur til leiks hjá Denain

Kristófer Acox hefur samið við lið Denain í Frönsku B-deildinni og mun leika með liðinu á komandi leiktíð. Þetta var tilkynnt á Facebook síðu franska félagsins í kvöld. Karfan.is greindi frá því fyrr í vikunni að Kristófer væri með samningsboð undir höndunum sem ætti einungis eftir að undirrita. 

 

 

Fyrir rúmri viku samdi liðsfélagi Kristófers með landsliðinu Elvar Friðriksson við Denain og verða þeir því liðsfélagar í Frakklandi einnig. Denain endaði í tíunda sæti í frönsku Pro-B deildinni á síðustu leiktíð. Deildin er sú sama og Martin Hermannsson lék í fyrst er hann kom til Evrópu og gæti því reynst góður stökkpallur fyrir Kristófer og Elvar. 

 

„Ég hef aldrei komið til Frakkands og þetta lítið til þessa liðs. Þá má því klárlega segja að ég sé að renna blint í sjóinn. Það er bara spennandi og ég hlakka mikið til. Það hefur verið á stefnuskránni að komast út í atvinnumennsku lengi og þetta er fínt fyrsta skref held ég," sagði Kristófer í viðtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni.

 

Kristófer var valinn bestu leikmaður Dominos deildar karla á nýliðinni leiktíð er hann fór fyrir sínu liði, KR er liðið vann fimmta Íslandsmeistaratitilinn í röð. Hann gerði tveggja ára samning við KR fyrir stuttu en í honum var möguleiki á að semja við lið í evrópu. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -