spot_img
HomeFréttirKristófer fullur tilhlökkunar að fá að kljást við Georgíu og Tornike Shengelia...

Kristófer fullur tilhlökkunar að fá að kljást við Georgíu og Tornike Shengelia aftur “Hann náttúrulega braut á mér öxlina síðast, þannig ég er með eitthvað aðeins fyrir hann líka”

Íslenska landsliðið mun leika lokaleik sinn í undankeppni HM 2023 gegn Georgíu í Tíblisi komandi sunnudag 26. febrúar. Fyrir leikinn er Ísland í góðri stöðu til þess að tryggja sér farmiða á lokamótið sem fram fer seinna á árinu, en komandi sunnudag þurfa þeir að vinna með fjórum stigum eða meira til þess að sá draumur verði að veruleika.

Hérna eru fréttir af HM 2023

Karfan spjallaði við leikmann liðsins Kristófer Acox er liðið var á ferðalagi frá Íslandi til Georgíu með viðkomu í Frakklandi í dag. Kristófer lék ekki í fyrri leik gluggans í gær vegna meiðsla, en verður í liði Íslands komandi sunnudag. Þá lék hann einnig heimaleikinn gegn Georgíu sem tapaðist naumlega, 85-88, en þar var eitt hans helsta verkefni að hægja á besta leikmanni þeirra, Tornike Shengelia.

Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil

Fréttir
- Auglýsing -