spot_img
HomeFréttirKristófer: Ef ég þarf aðgerð núna, þá væru það 3-4 mánuðir

Kristófer: Ef ég þarf aðgerð núna, þá væru það 3-4 mánuðir

Líkt og Karfan greindi frá fyrr í dag verður vermætasti leikmaður síðastliðinna tveggja tímabila Dominos deildarinnar, framherji KR, Kristófer Acox, mögulega eitthvað frá á næstunni vegna meiðsla í ökkla.

Í samtali við Körfuna sagðist Kristófer vera með brotið bein í fætinum. Hann hafi farið í aðgerð á þessum sama stað þegar hann var úti við nám í Bandaríkjunum og þá verið frá í 8 mánuði.

Segir hann að nú vilji læknar prófa að fjarlægja skrúfurnar úr og athuga hvort ástandið lagist. Ef það gerir það ekki, þá verði hann sendur í aðgerð og þá líklega frá næstu 3-4 mánuðina. Ef ástandið lagast hinsvegar við það, sé aðeins um að ræða nokkrar vikur.

Ljóst er að um mikla blóðtöku væri að ræða fyrir meistara KR á fyrri hluta komandi tímabils, sem á dögunum misstu bæði þá Pavel Ermoliski til Vals og Vilhjálm Kára Jensson í Álftanes.

Fréttir
- Auglýsing -