Verðmætasti leikmaður síðastliðinna tveggja tímabila í Dominos deild karla, KR-ingurinn Kristófer Acox, verður mögulega frá næstu mánuði vegna ökklameiðsla. Eftir síðasta tímabil hvíldi hann vegna eymsla, en eftir myndatökur kom í ljós að skrúfur sem settar voru í hann árið 2014 voru ekki á góðum stað. Þetta tjá heimildamenn úr deildinni Körfunni.

Ekki er ljóst nákvæmlega hversu lengi leikmaðurinn verður frá. Samkvæmt heimildum mun hann að öllum líkindum þurfa að leggjast undir hnífinn, en ekki er vitað hvort það verði 6 vikur, eða 4 mánuðir þangað til hann verði fær til að leika á ný.

Líkt og tekið var fram var Kristófer valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar síðustu tvö tímabil, þar sem hann leiddi KR til Íslandsmeistaratitils í bæði skipti. Skilaði 14 stigum, 10 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik á síðasta tímabili.