Það var yfirvinna á pennanum í Vesturbænum í vikunni þar sem tíu leikmenn skrifuðu undir samninga við Meistaraflokka KR fyrir næsta tímabil. Ljóst er að bæði lið halda svipuðum kjarna frá síðasta tímabili en meistaraflokkur karla freistar þess að vinna fimmta íslandsmeistaratitilinn í röð en meistaraflokkur kvenna ætlar sér uppúr 1. deild kvenna en Benedikt Guðmundsson er tekinn við liðinu.
Einn nýr leikmaður var í hópnum, ef nýr skildi kalla. Björn Kristjánsson samdi við KR og kemur frá Njarðvík eftir ársdvöl þar en áður lék hann með KR.
Fyrirliði KR Brynjar Þór Björnsson hafði verið orðaður við önnur lið síðustu misseri en staðfesti fyrir nokkru að hann verði áfram hjá KR. Darri Hilmarsson og Kristófer Acox skrifuðu einnig undir samninga við liðið í dag. Kristófer er því að fara inní fyrsta heila tímabil sitt á Íslandi í fjögur ár en hann kom til KR í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. Í samtali við Karfan.is sagði Kristófer að honum hafi langað að vera hérna heima í eitt ár áður en hann færi erlendis aftur.
Kvennalið KR samdi við sex leikmenn en liðið mun leika í 1. deild kvenna að ári. Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir og Perla Jóhannesdóttir endursömdu við liðið en þær hafa verið máttarstólpar liðsins á síðustu árum. Hinn reynslumikli Benedikt Guðmundsson er tekinn við liðinu á nýjan leik en ljóst er að Ásta Júlía Grímsdóttir mun ekki leika með liðinu en hún samdi við Val á dögunum.
Mynd/ KR.is