spot_img
HomeFréttirKristófer Breki eftir sigurinn gegn Stjörnunni "Ætlum að komast í úrslitakeppnina"

Kristófer Breki eftir sigurinn gegn Stjörnunni “Ætlum að komast í úrslitakeppnina”

Grindvíkingar lönduðu langþráðum sigri gegn Stjörnunni í kvöld í Grindavík. Lokatölur urðu 99-88 í hörkuleik sem minnti á úrslitakeppnina, enda eru bæði lið í hörkubaráttu um laust sæti í úrslitakeppninni.

Hérna er meira um leikinn

Kristófer Breki Gylfason lék afar vel í kvöld – mjög traustur leikmaður og örugglega með betri varnarmönnum deildarinnar.

Hann var eðlilega sáttur með niðurstöðuna og sagði þetta í leikslok við blaðamann Körfunnar.

“Þetta var allt annað en við höfum verið að sýna að undanförnu; þvílíkur munur. Varnarleikurinn var án efa lykillinn að sigrinum og auðvitað flott barátta og karakter í liðinu. Við vissum vel að ef við næðum ekki sigri nú í kvöld yrði holan orðin ansi djúp – við viljum og ætlum að komast í úrslitakeppnina, og þessi sigur var afar mikilvægur áfangi að því markmiði. Mér finnst eins og liðið sé að smella saman – við vitum vel hverjir styrkleikar okkar eru og verðum að nýta þá vel í þá leiki sem eftir eru. En við þurfum að huga enn betur að veikleikunum – kortleggja þá og vinna í þeim. Ef við gerum það og spilum af sama krafti og af sömu jákvæðni og hér í kvöld þá getum við gert góða hluti.”

Fréttir
- Auglýsing -