spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaKristjana Eir tekur við ÍR

Kristjana Eir tekur við ÍR

Kristjana Eir Jónsdóttir mun taka við liði ÍR í fyrstu deild kvenna. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag. Kristjana, sem er að upplagi úr Keflavík, var aðstoðarþjálfari Borche Ilievski hjá ÍR í Dominos deild karla á síðasta tímabili.

Kristjana tekur við liðinu af Ísaki Mána Wium, sem sagði starfi sínu lausu eftir tímabilið. ÍR gerði ansi vel í deildarkeppni síðasta tímabils, þar sem liðið hafnaði í öðru sæti, en þær voru svo slegnar 3-0 út úr undanúrslitum fyrstu deildarinnar af Grindavík.

Tilkynning:

Gleður okkur að kynna að ÍR hefur samið við Kristjönu Eir Jónsdóttur til þriggja ára um að taka að sér að þjálfa meistaraflokk kvenna.
Kristjana mun vera styrkur í þeirri vegferð að koma líðinu í deild hinna bestu sem og halda áfram að styrkja yngri flokka starf félagsins!

Fréttir
- Auglýsing -