spot_img
HomeFréttirKristinn Óskarsson: Spilaði handbolta og dæmdi í körfu

Kristinn Óskarsson: Spilaði handbolta og dæmdi í körfu

18:18 

{mosimage}

 

 

Á vef Víkurfrétta er liður sem ber nafnið ,,gamla myndin” þar sem hinir ýmsu Suðurnesjamenn eru teknir spjalli og með fylgir af þeim gömul mynd og í þessu tiltekna viðtali sést hvar körfuknattleiksdómarinn Kristinn Óskarsson sést í gegnumbrot í handboltaleik og freistar þess að skora.

 

Að þessu sinni er það Kristinn Óskarsson körfuknattleiksdómari og formaður Körfuknattleiksdómarafélags Íslands sem ræðir gömlu myndina við Víkurfréttir. Kristinn er best þekktur fyrir störf sín sem dómari en það sem færri vita er að hann var á árum áður liðtækur handknattleiksmaður eins og svo margir aðrir Suðurnesjamenn. Kristinn er með það á hreinu að körfuboltadómararnir séu betri en handboltadómarar og lenti á sínum tíma næstum því í handalögmálum við Þorbjörn Jensson, leikmann Vals og síðar landsliðsþjálfara í handbolta.

 

Manstu hver tók þessa mynd?

Ég man ekki eftir að hafa séð þessa mynd áður og get því ekki annað en getið mér til um ljósmyndarann. Ljósmyndari VF á þessum árum var Halldór Rósmundur (HRÓS) og var hann mikill áhugamaður um íþróttir og handbolta og lék sjálfur í  ”gamla daga.” Mér þætti ekki ólíklegt að hann hafi tekið þessa mynd.

 

Hvaða lið eigast þarna við?

Þarna er sameinað lið ÍBK og UMFN sem bar nafnið HKN og við erum að leika gegn FRAM.

 

Hægt er að lesa allt viðtalið við Kristinn á www.vf.is eða með því að smella á hlekkinn hér að neðan:

 

http://vf.is/ithrottir/numer/30173/default.aspx

Fréttir
- Auglýsing -