Kristinn Óskarsson dómari heldur í víking á næstunni og mun halda fyrirlestur á haustfundi norskra körfuknattleiksdómara sem fram fer næstu helgi.
Kristinn með hefur mikla reynslu sem dómari hér á Íslandi sem og alþjóðlegur FIBA dómari. Í dag er Kristinn FIBA Instructor hjá FIBA Europe og hefur tekið að sér ýmis verkefni á þeirra vegum.
Hægt er að lesa nánar um málið á vef norska dómarafélagsins.
Frétt af www.kki.is