spot_img
HomeFréttirKR taldir sigurstranglegastir

KR taldir sigurstranglegastir

Röndóttir KR-ingar eru taldir sigurstranglegastir um þessar mundir í Domino´s deild karla fyrir tímabilið 2013-2014 ef marka má niðurstöðu könnunar okkar hér síðustu daga á Karfan.is. Spurt var hvaða lið lesendur teldu sigurstranglegast fyrir komandi tímabil og voru 20,77% sem tippuðu á KR.
 
Rúmlega 1000 lesendur tóku þátt í könnuninni en atkvæðin skiptust svo:
 
1. KR 20,77%
2. Grindavík 16,93%
3. Keflavík 14,47%
4. Snæfell 11,52%
5. Njarðvík 11,22%
6. Stjarnan 6,89%
7. Skallagrímur 4,13%
8. Valur 3,25%
9-10. Haukar 2,95%
9.-10. Þór Þorlákshöfn 2,95%
11. ÍR 2,76%
12. KFÍ 2,16%
 
Nú höfum við sett inn nýja könnun og að þessu sinni spyrjum við hvaða lið lesendur telja vera sigurstranglegast í 1. deild karla um þessar mundir.
 
Mynd/ Könnun Karfan.is leiddi í ljós að lesendur teldu Pavel Ermolinski og félaga í KR líklegasta til afreka um þessar mundir.
  
Fréttir
- Auglýsing -