spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaKR skrefinu á undan Stjörnunni í MGH

KR skrefinu á undan Stjörnunni í MGH

KR lagði Stjörnuna fyrr í kvöld í annarri umferð fyrstu deildar kvenna, 64-77. Það sem af er tímabili hafa KR unnið einn leik og tapað einum á meðan að Stjarnan hefur tapað báðum fyrstu leikjum sínum.

KR var sterkari aðilinn í upphafi leiks í dag, leiddu með 7 stigum eftir fyrsta leikhluta, 16-23. Ná svo aðeins að bæta við forystuna í öðrum leikhlutanum, en þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik er staðan 31-41. KR er svo áfram skrefinu á undan í upphafi seinni hálfleiksins og leiða með 9 stiguym fyrir þann fjórða. Í honum gera þær svo nóg til að sigla að lokum nokkuð öruggum 13 stiga sigur í höfn, 64-77.

Lykilleikmaður Stjörnunnar Myia Nicole Starks lék aðeins um 5 mínútur í leiknum, þar sem hún fékk fingur í augað og gat því ekki tekið meiri þátt. Munaði um minna fyrir Stjörnuliðið, en hún var framlagshæst þeirra í leik fyrstu umferðar gegn ÍR.

Atkvæðamest fyrir KR í dag var nýr leikmaður þeirra Angelique Michelle Robinson með 37 stig, 11 fráköst, 7 stoðsendingar og 7 stolna bolta. Þá skilaði Hulda Ósk Bergsteinsdóttir 21 stigi og 9 fráköstum.

Fyrir heimakonur var það Diljá Ögn Lárusdóttir sem dró vagninn með 29 stigum og 7 fráköstum.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Önnur úrslit dagsins

Myndir / Hafsteinn Snær

Fréttir
- Auglýsing -