spot_img
HomeFréttirKR rétt marði botnliðið í framlengdum leik

KR rétt marði botnliðið í framlengdum leik

 KR þurfti að hafa fyrir stigunum tveimur í DHL höllinni í vesturbænum í kvöld þegar þeir fengu Valsmenn í heimsókn.  KR byrjaði leikinn af krafti og leiddi leikinn strax frá fyrstu mínútu.  Það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem Valsmönnum tókst að koma sér aftur inní leikinn eftir æsispennandi lokamínútur þurfti svo að framlengja leikinn, 68-68.  KR hafði betur í framlengingu þó Valsmenn hafi fengið síðasta skot leiksins en það var of stutt og 2 mikilvæg stig fyrir KR í höfn, 85-83.  KR spilaði án erlendra leikmanna í kvöld en Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, sagði í viðtali eftir leikinn fastlega búast við því að tveir erlendir leikmenn myndu spila með liðinu í næsta leik gegn Haukum.
 Stigahæstur í liði KR í kvöld var Emil Þór Jóhannsson með 20 stig og 5 fráköst en næstu menn voru Ólafur Már Ægisson með 12 stig og Björn Kristjánsson með 9 stig og 4 stoðsendingar.  Hjá Val var Garrison Johnson stigahæstur með 24 stig og 7 fráköst en næstur var Ragnar Gylfason með 21 stig og Igor Tratnik með tröllatvennu, 19 stig og 17 fráköst.  
 
KR byrjaði leikinn af miklum krafti og spiluðu fanta góða vörn.  Þeir þvinguðu Valsmenn í erfið skot en gestunum hafði ekki tekist að skora stig þegar Ágúst Björgvinsson tók leikhlé  þegar rúmlega fjórar mínútur voru liðnar, þá höfðu KR skorað fyrstu 10 stig leiksins.  Igor Tratnik skoraði svo fyrstu 2 stig Valsmanna stuttu seinna en þeir áttu þó eftir að taka frákast í leiknum á þeim tímapunkti.  Þegar tvær mínútur voru eftir af fyrsta leikhluta höðfu Valsmenn minnkað muninn niður í 7 stig, 14-7. KR skoraði svo seinustu 4 stig leiksins og leiddu með 11 stigum eftir fyrsta leikhluta, 18-7.  

Valsmenn virtust öruggari í sínum leik á fyrstu mínútum annars leikhluta og þegar þrjár mínútur voru liðnar af öðrum höfðu þeir skorað 6 stig gegn 3 stigum heimamanna og munnkað muninn niður í 8 stig, 21-13.  Björn Kristjánsson var þó ekki á því að gefa Valsmönnum neitt og setti niður 2 þrista með stuttu millibili og munurinn var aftur kominn í 12 stig, 28-16 en Hrafn Kristjánsson tók þá leikhlé fyrir KR þegar leikhlutinn var hálfnaður.  Þegar þrjár mínútur voru eftir munaði 9 stigum á liðunum, 30-2.  Hvorugt liðið átti betri spretti en hitt á lokamínútunum fyrri hálfleiks og því leiddu KR með 11 stigum þegar öðrum leikhluta lauk, 35-24.  

Stigahæstur í liði KR í hálfleik var Emil Þór Jóhannsson með 8 stig en næstir voru Björn Kristjánsson og Martin Hermannsson með 6 stig hvor.  Hjá Val var Igor Tratnik stigahæstur með 9 stig og 9 fráköst en næstir voru Garrison Johnson með 5 stig og Benedikt Blöndal með 4 stig.  

KR mættu öflugir til leiks í þriðja leikhluta og þegar þrjár mínútur vour liðnar höfðu þeir skorað 9 stig gegn fyrstu 3 stigum Vals.  Ágúst Björgvinsson tók þá leikhlé fyrir gestina, 42-27.  Þegar leikhlutinn var hálfnaður höfðu KR 13 stiga forskot á gestina, 46-33.  Það gekk illa hjá báðum liðum að koma boltanum ofaní munurinn á liðunum stóð í stað nánast allan leikhlutan.  Þegar flautað var til loka hans höfðu KR yfir, 54-39.  

Valsmenn náðu muninum niður í 10 stig fljótlega í fjórða leikhluta og virtust ætla að ná áhlaupi á KR .  Heimamenn voru hins vegar fljótir að refsa og gáfu gestunum ekkert.  Þegar Fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum höfðu KR 13 stiga forskot, 62-49.  Valsmenn náðu góðum kafla um miðjan fjórða leikhlut og skoruðu 7 stig í röð sem minnkaði muninn niður í 5 stig, 64-59.  Igor Tratnik varði skot frá Emil Þór í næstu sókn og Garrison Johnson minnkaði muninn niður í 3 stig sem var minnsti munur á liðunum síðan í fyrsta leikhluta.  Valsmenn voru á þessum kafla búnir að loka algjörlega á sóknaraðgerðir KR og þegar ein mínúta og 25 sekúndur voru eftir af leiknum tók Hrafn Kristjánsson leikhlé fyrir KR.  Garrison Johnson hafði verið sendur á línuna og þar kom hann Valsmönnum yfir í fyrsta skiptið í leiknum, 64-65.  Finnur Atli Magnússon fékk sína fimmtum villu þegar ein mínúta og 11 sekúndur voru eftir af leiknum og þurfti því að setjast á bekkinn.  Valsmenn höfðu þá 2 stiga forskot, 64-66.  Emil Þór var sendur á línuna í næstu sókn KR og setti annað skotið niður.  Hreggviður Magnússon jafnaði leikinn í stöðunni 68-68 þegar 26 sekúndur voru eftir.  Valsmönnum tókst ekki að nýta sér næstu sókn og Skarphéðinn Ingason henti boltanum fram þar sem hann endaði útaf.  Valsmenn áttu þá boltan þegar 1. 7 sekúndur voru eftir af leiknum og settu upp í skot fyrir Ragnar Gylfason sem geigaði.  Það þurfti því að framlengja leikinn.  

KR pressaði lið Vals hátt í upphafi framlenginar sem skilaði á endanum sínu, KR hafði frumkvæðið og Valsmenn voru undir, 74-73 þegar þrjár mínútur voru eftir af framlengingu.  KR fór á línuna í fyrstu þremur sóknum liðsins  og græddu á því að hirða sóknarfráköstin.  Garrison Johnson kom Valsmönnum aftur yfir þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af leiknum, 76-77.  Jón Orri Kristjánsson var þriðji leikmaður KR sem fékk sína fimmtu villu stuttu seinna.  Hreggviður Magnússon steig þá upp fyrir KR og setti niður erfitt skot og fékk víti að auki sem hann nýtti, 79-77.  Liðin skiptust á að setja niður risastóra þrista og KR var aftur komið yfir þegar 25 sekúndur voru eftir, 82-80 og Skarphéðinn Ingason svo gott sem kláraði leikinn fyrir KR með laglegu sniðskoti þegar 10 sekúndur voru eftir af leiknum, 84-80.  Valsmenn dóu hins vegar ekki ráðalausir því Ragnar Gylfason setti annan þrist þegar 8 sekúndur voru eftir og Valsmenn brutu strax í kjölfarið, 84-83. Hrafn Kristjánsson tók þá leikhlé fyrir KR, Emil Þór setti niður eitt víti og Valsmenn brunuðu í sókn. Igor Tratnik fékk tækifæri til þess að jafna leikinn en skotið geigaði og því fór KR með sigur af hólmi

Viðtal við Hrafn Kristjánsson 

Mynd: [email protected]

Umfjöllun: [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -