spot_img
HomeFréttirKR og Keflavík spáð titlinum í ár

KR og Keflavík spáð titlinum í ár

Árlegur kynningarfundur Körfuknattleikssambands Íslands fór fram í Laugardalshöll í dag. Sem fyrr var spáin fyrir tímabilið gerð opinber þar sem karlaliði KR og kvennaliði Keflavíkur var spáð Íslandsmeistaratitlunum en þessi lið fóru ósigruð í gegnum undirbúningstímabilið.
 
 
Spáin í Domino´s deild kvenna – stig
 
Keflavík – 174
Snæfell – 146
Grindavík – 138
Valur – 138
Haukar – 100
KR – 72
Breiðablik – 49
Hamar – 47
 
Samkvæmt spánni verður Keflavík Íslandsmeistari en Snæfell, Grindavík og Valur munu taka þátt í úrslitakeppninni og Hamar mun falla í 1. deild kvenna.
 
 
Spáin í Domino´s deild karla – stig
 
KR – 425
Grindavík – 342
Stjarnan – 340
Njarðvík – 318
Tindastóll – 282
Haukar – 275
Keflavík – 221
Snæfell – 165
Þór Þorlákshöfn – 154
Fjölnir – 117
ÍR – 101
Skallagrímur – 68
 
Samkvæmt spánni verður KR Íslandsmeistari en Grindavík, Stjarnan, Njarðvík, Tindastóll, Haukar, Keflavík og Snæfell munu verða í úrslitakeppninni. Þá munu ÍR og Skallagrímur fá það hlutskipti að falla um deild ef marka má spánna.
 
Annað kvöld hefst Domino´s deild kvenna með heilli umferð og hefjast allir leikirnir kl. 19:15. Íslandsmeistarar Snæfells fá Hauka í heimsókn í Stykkishólm en þessi lið léku einmitt til úrslita í fyrra þar sem Snæfell hafði eins og kunnugt er betur í einvíginu.
 
Fyrsta umferðin í kvennaboltanum:
 
8. október – miðvikudagur, 19:15
 
KR – Valur
Snæfell – Haukar
Keflavík – Breiðablik
Grindavík – Hamar
 
Á fimmtudagskvöld hefst keppni í Domino´s deild karla. Þennan fyrsta leikdag eru fjórir leikir á dagskránni og hefjast þeir allir kl. 19:15. Íslandsmeistarar KR fá heimaleik þessa fyrstu umferðina og um stórleik er að ræða þegar Njarðvíkingar koma í heimsókn.
 
Fyrsta umferðin í karlaboltanum:
 
9. október – fimmtudagur, 19:15
 
Skallagrímur – Keflavík
Stjarnan – Tindastóll
KR – Njarðvík
Snæfell – Fjölnir
 
10. október – föstudagur, 19:15
 
Haukar – Grindavík
Þór Þorlákshöfn – ÍR
  
Fréttir
- Auglýsing -