spot_img
HomeFréttirKR og Keflavík mætast í úrslitum Lengjubikarsins

KR og Keflavík mætast í úrslitum Lengjubikarsins

 
Það verða Íslandsmeistarar KR og Keflavík sem mætast í úrslitum Lengjubikarsins í kvennaflokki en undanúrslit keppninnar fóru fram í kvöld. KR tók á móti Haukum í DHL-Höllinni og Hamar fékk Keflavík í heimsókn. 
KR 71-69 Haukar:
Hildur Sigurðardóttir fór mikinn fyrir meistara KR í kvöld með 30 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Næst henni var Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir með 10 stig og 9 fráköst. Hjá Haukum var Alysha Harvin með 24 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Ragna Margrét Brynjarsdóttir bætti við 11 stigum og 12 fráköstum og Íris Sverrisdóttir var einnig með 11 stig.
 
Hamar 65-75-Keflavík:
Jaqueline Adamschick gerði 22 stig, tók 19 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í liði Keflavíkur. Næst henni var Bryndís Guðmundsdóttir með 20 stig og 12 fráköst. Hjá Hamri var Jaleesa Butler með 21 stig og 13 fráköst, þá gerði Slavica Dimovska 17 stig og Kristrún Sigurjónsdóttir 13.
 
Úrslitin fara svo fram í Laugardalshöll næstkomandi sunnudag og hefst kvennaleikurinn kl. 13:00.
 
Ljósmynd/ Hildur Sigurðardóttir setti 30 stig gegn Haukum í kvöld.
 
Fréttir
- Auglýsing -