spot_img
HomeFréttirKR og ÍR leika til úrslita í Reykjavíkurmótinu í kvöld

KR og ÍR leika til úrslita í Reykjavíkurmótinu í kvöld

09:05
{mosimage}

(Jón Arnór snýr aftur á fjalir DHL-Hallarinnar)

Jón Arnór Stefánsson mun í kvöld í fyrsta sinn í sex ár leika í KR búningnum að nýju þegar erkifjendurnir úr ÍR koma í heimsókn í DHL-Höllina kl. 19:15 í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins.

Bæði lið hafa til þessa haft betur gegn Fjölni og Val á mótinu og því um hreinan úrslitaleik að ræða. KR-ingar hafa verið sigursælir á Reykjavíkurmótinu síðustu ár og eiga, eins og alþjóð veit, harma að hefna gegn ÍR sem sendi þá röndóttu í sumarfrí í síðustu úrslitakeppni.

Fjölnir og Valur mætast á sama tíma í leik um þriðja sætið í Grafarvogi og hefst sá leikur einnig kl 19:15.

[email protected]

Mynd: [email protected] 

Fréttir
- Auglýsing -