spot_img
HomeFréttirKR með öruggan sigur í Borgarnesi

KR með öruggan sigur í Borgarnesi

Í Borgarnesi fór fram leikur leikur nýliða Skallagríms og Íslandsmeistara KR í Dominos deild karla í körfubolta . Skallagrímur tapaði fyrsta leiknum sínum á útivelli gegn Haukum en KR vann Tindastól á heimavelli. Það var ekki mikið skorað í 1. leikhluta en KR var yfir eftir hann 9-17. Í 2. leikhluta var aðeins meira skorað og var staðan í hálfleik 31-40 KR í vil. Í 3. leikhluta náði Skallagrímur aðeins að minnka muninn og var staðan eftir hann 58-63 KR í vil. Í 4. leikhluta náði KR hins vegar að sigla sigrinum í land örugglega og endaði leikurinn 76-90.

 

Þáttaskil:

KR var með yfirhöndina í leiknum en á köflum náði Skallagrímur aðeins að standa í þeim en þægilegur sigur hjá KR. Skallagrímsmenn voru orðnir frekar þreyttir í 4. leikhluta og þá kláraði KR leikinn bara þægilega. Stighæstu menn voru Þórir og Darri hjá KR með 20 stig hvor.

 

Tölfæðin lýgur ekki:
Þetta var ágætur leikur hjá báðum liðum en skotnýting KR gerir gæfumuninn. 50% skotnýting KR gegn 38% hjá heimamönnum en auk þess er Skallagrímur einungis með 50% vítanýtingu og 57% í fyrstu tvem leikunum. Nokkuð ljóst að Finnur Jónsson þarf að hafa hreina vítaæfingu á næstu dögum.

 

Hetjan:

Þórir Guðmundur Þorbjarnason aka Tóti Túrbó átti frábæran dag í dag. Með 20 stig og 80 % skotnýtingu, gæjinn er enþá ungur og er að fá verðskuldaðar mínútur nú er lykilmenn eru meiddir og er heldur betur að nýta það.

 

Kjarninn:

Flottur leikur hjá KR og eru þeir komnir með 4 stig í deildinni eftir tvær umferðir. Skallagrímur er hins vegar búnir að tapa báðum sínum leikjum og verða að bíða aðeins eftir fyrstu stigunum sínum.

 

Texti / Guðjón Gíslason

 

Mynd / Ómar Örn

Fréttir
- Auglýsing -