Staðan er 51-47 KR í vil gegn Snæfell í úrslitaviðureign karla í Lengjubikarkeppninni þegar blásið hefur verið til hálfleiks. Leikurinn hefur verið jafn og einkennst af baráttu í fyrri hálfleik.
Pálmi Freyr Sigurgeirsson er kominn með 22 stig í liði Snæfells en hjá KR eru þeir Pavel Ermolinskij og Hreggviður Magnússon báðir með 12 stig en Pavel einnig með 9 fráköst og 7 stoðsendingar.
Nánar síðar…
Ljósmynd/ Tomasz Kolodziejski: Pavel er að leika vel fyrir KR í Höllinni.