16:53
{mosimage}
Staðan er 48-35 fyrir KR gegn Grindavík í undanúrslitviðureign liðanna í Subwaybikarnum þegar blásið hefur verið til hálfleiks.
Heimamenn í KR hafa verið sterkari aðilinn framan af leik og tóku snemma forystuna með öflugri vörn en Grindvíkingar náðu í öðrum leikhluta að klóra í bakkann þar sem Nick Bradford hefur farið fyrir gulum. Jón Arnór Stefánsson og Fannar Ólafsson hafa verið beittir í KR-liðinu en Jón er með 12 stig í hálfleik og Fannar 9. Nick Bradford er með 15 stig hjá Grindavík.
Nánar síðar…