Bein sjónvarpsútsending verður á fréttavefnum Vísi (www.visir.is) í kvöld þar sem að KR tekur á móti Keflavík í Iceland Express deild karla. Um nýjung er að ræða á Vísi og mun Valtýr Björn Valtýsson lýsa þessum leik.
Leikurinn hefst kl. 19.15 og hefst útsendingin skömmu áður. Stefnt er að fleiri slíkum útsendingum frá Iceland Express deildinni á Vísir og er lögð áhersla á að myndgæðin verði með allra besta móti.