spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaKR-ingar héldu út gegn sprækum nýliðum Breiðabliks á Meistaravöllum

KR-ingar héldu út gegn sprækum nýliðum Breiðabliks á Meistaravöllum

KR lagði nýliða Breiðabliks eftir framlengingu í kvöld í fyrstu umferð Subway deildar karla, 128-117.

Gangur leiks

Leikur kvöldsins fór nokkuð fjörlega af stað. Lítið virtist vera um varnir á upphafsmínútunum, en staðan eftir fyrsta leikhluta var jöfn, 34-34. Undir lok fyrri hálfleiksins hægist aðeins, en ekki mikið, á liðunum sóknarlega. KR nær að vera skrefinu á undan í öðrum leikhlutanum og eru 7 stigum yfir þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 65-58.

Leikurinn er svo áfram nokkuð jafn og spennandi í upphafi seinni hálfleiksins. Áfram nær KR að vera skrefinu á undan, en þegar að þrír leikhlutar eru búnir er munurinn 3 stig, 91-88. Í lokaleikhlutanum virðast heimamenn ætla að sigla þessu heim, en þökk sé frábærum lokamínútum ná Blikar að tryggja sér framlengingu, 115-115.

Strax í upphafi framlengingarinnar náðu heimamenn aftur að byggja sér upp forystu sem þeir halda út, en leikurinn endaði með 11 stiga sigri KR, 128-117.

Kjarninn

Þrátt fyrir að litlu hafi munað á liðunum lungann úr leiknum virtust heimamenn vera með tögl og haldir. Fengu frábærar frammistöður frá atvinnumönnum sínum í leiknum og þá virtist Brynjar Þór Björnsson einnig einstaklega vel innstilltur. Bæði lið virtust vilja spila af miklum hraða og má segja að það hafi hentað KR-ingum betur í kvöld. Þetta lið Blika er var þó nokkuð gott, eðlilega gáfust þeir ekki upp og tryggðu sér framlengingu með glæsilegum þrist frá Hilmari Péturssyni. Hefðu á öðrum degi mögulega náð að stela sigrinum.

Atkvæðamestir

Fyrir heimamenn í KR var Shawn Glover atkvæðamestur með 40 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar. Þá bætti Brynjar Þór Björnsson við 29 stigum.

Fyrir gestina úr Kópavogi var það Hilmar Pétursson sem dró vagninn með 30 stigum og næst stigahæstur var Everage Richardson með 27 stig.

Hvað svo?

KR tekur á móti Tindastól á Meistaravöllum komandi fimmtudag 14. október á meðan að Breiðablik fær ÍR í heimsókn degi seinna, föstudag 15. október.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -