spot_img
HomeFréttirKR í úrslit Lengjubikarsins

KR í úrslit Lengjubikarsins

 KR tryggði sér farseðilinn í Laugardalshöll í kvöld með sigri á Keflavík í Toyotahöllinni 92-88. KR liðið leiddi með 14 stigum í hálfleik 50-36 og fátt benti til þess að Keflavík ætti nokkurn séns í gesti sína…
 Í seinni hálfleik vöknuðu hinsvegar heimamenn og fóru að spila mun grimmari vörn. Við þetta hægðist mjög á gestunum og þegar um 4 mínútur voru til leiksloka voru heimamenn komnir yfir í leiknum.  Á lokakaflanum voru hinsvegar gestirnir skynsamari og yfirvegaðri í sínum leik og kláruðu leikinn nokkuð verðskuldað.  Haustbragur var á liði heimamanna og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. KR liðið mætti mun betur stemmdir til körfuknattleiks og má eiginlega segja að heimamenn tapa þessum leik í fyrri hálfleik. 
 
 
Mynd: Elentínus Margeirsson reynir að finna leið að körfu KR-inga
Fréttir
- Auglýsing -