Í dag dróg KKÍ í töfluröð bæði fyrir Dominos deild karla og 1. deildina. Leikar í Dominos deildinni hefjast þann 5. október næstkomandi, en þá mun fara fram heil umferð. Tvö sigursælustu lið deildarinnar frá upphafi mætast þegar að KR tekur á móti Njarðvík, en KR-ingar munu freista þess að verja titil sinn í fjórða skipti. Afrek sem engu liði hefur tekist til þessa.
Hér er hægt að skoða leikjaniðurröðun næsta tímabils
Fyrsta umferð Dominos deildar karla:
05.10.17 – kl. 19:15
Haukar – Þór Akureyri
Keflavík – Valur
Tindastóll – ÍR
Höttur – Stjarnan
Grindavík – Þór
KR – Njarðvík