spot_img
HomeFréttirKR b fær liðsstyrk fyrir bikarleik gegn Grindavík

KR b fær liðsstyrk fyrir bikarleik gegn Grindavík

21:36

{mosimage}

Bumban hefur styrkt sig fyrir bikarleikinn gegn stórliði Grindavíkur á mánudaginn kemur með því að fá til liðs við sig Bandaríkjamanninn Ben Jacobson. Ben átti farsælan feril með Northern Iowa háskólaliðinu og var einn af 50 leikmönnum í bandaríska háskólaboltanum sem tilnefndur voru til Wooden verðlaunanna sem leikmaður ársins fyrir síðasta keppnistímabil.

Af þeim stjörnuleikmönnum sem nefndir voru til sögunnar fyrir nokkrum vikum reyndist Tim Hardaway vera upptekinn og ekki var hægt að verða við furðulegum kröfum Dennis Rodman. Í stað þess að eltast við aðra gamla NBA leikmenn var sú skynsamlega ákvörðun til að velja hungraðan framtíðarleikmann sem þarfnast tækifæri til að sýna hvað í honum býr. Einnig spilar stóra rullu í ákvörðuninni að sá sem varð fyrir valinu hentar vel í þann hraða bolta sem Bumban spilar.

 

Ben Jacobson lék í þrjú ár með Northern Iowa í Missouri Valley Conference í NCAA, bandarísku háskóladeildinni. Hann leiddi liðið í skorun öll þrjú árin sín með liðinu. Mest skoraði hann 17.9 stig að meðaltali í leik á tímabili. Eftir þrjú frábær ár í háskólaboltanum gaf hann eftir lokaárið til að komast að hjá NBA liði. Hann tók þátt í ýmsum æfingarbúðum síðasta vor þar sem háskólaleikmenn sýndu sig fyrir njósnurum NBA liðanna, m.a. Portsmouth Invitational. Vegna meiðsla í baki sem komu upp var hann að lokum ekki valinn hjá nýliðavalinu. Þrátt fyrir að hafa verið valinn af liði í CBA kaus hann frekar að fara í aðgerð til að ná sér. Aðgerðin gekk eins og best verður á kosið og nú er Ben farinn að leita sér að liði til að sýna sig og sanna. Hver veit nema stórleikur með Bumbunni gæti verið lykillinn að einhverju stærra, fyrsta skrefið í átt að draumasamningnum í deild þeirra bestu

http://www.kr.is/karfa/frettir/?cat_id=16500&ew_0_a_id=255328

Mynd: ESPN.com

Fréttir
- Auglýsing -