spot_img
HomeFréttirKötturinn og músin

Kötturinn og músin

 Það verða Grindavíkurstúlkur sem mæta Keflavík í úrslitum Powerade-bikar kvenna þetta árið en í kvöld sigruðu Grindavík 1.deildar lið Njarðvíkur nokkuð sannfærandi með 81 stigi 47 stigum Njarðvíkur.   Staðan var 46:12 í hálfleik og óhætt að segja að úrslitin hafi þá þegar verið ráðin í þessum leik. 
 Grindavík hóf leikinn af miklu krafti og augljóst að Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Grindavíkur ætlaði ekki að láta neitt koma sér á óvart þetta kvöldið.  Pressað var stíft á bakverði Njarðvíkur sem hvað eftir annað misstu boltann í hendurnar á heimastúlkum.  24:2 var staðan eftir fyrsta fjórðung. Það þarf svo sem lítið að tíunda það hvað gerðist svo fram að hálfleik en sem fyrr segir þá höfðu Grindavík þá þegar komið sér í þægilegt forskot og möguleiki gestana á sigri lítill sem enginn. 
 
Það má hinsvegar segja að Njarðvíkurstúlkur hafi komið til leiks aðeins ákveðnari í seinni hálfleik. Helsti sviðsskrekkurinn farinn og þær börðust meira fyrir sínu og sýndu kjark í sínum aðgerðum.  Þær t.a.m unnu þriðja fjórðung 10:12 og voru að hafa meira gaman af því að spila leikinn. En getumunurinn á liðinum töluverður, annað liðið með leikmenn í landsliðinu á meðan hitt er skipað mestu af ungum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu spor í meistaraflokki. 
 
Það má svo sem segja að Grindavíkurliði hafi sýnt ákveðna virðingu í leiknum og einnig að Njarðvíkurstúlkur hafi yfirgefið húsið með reisn þrátt fyrir tapið. 
 
 
Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 16, María Ben Erlingsdóttir 12/5 fráköst/3 varin skot, Jeanne Lois Figeroa Sicat 9, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 9/15 fráköst, Katrín Ösp Rúnarsdóttir 7, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 6/4 fráköst, Berglind Anna Magnúsdóttir 6, Pálína Gunnlaugsdóttir 5/7 fráköst, Hrund Skuladóttir 5, Kristina King 4, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 2/6 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 0/5 stoðsendingar.
Njarðvík: Andrea Björt Ólafsdóttir 15/7 fráköst, Erna Hákonardóttir 11, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 5, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 4/4 fráköst, Ása Böðvarsdóttir 4, Júlia Scheving Steindórsdóttir 2, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 2, Svala Sigurðadóttir 2, Björk Gunnarsdótir 2, Eygló Alexandersdóttir 0, María Ben Jónsdóttir 0, Elínora Guðlaug Einarsdóttir 0.
Dómarar: Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson
 
 
Fréttir
- Auglýsing -