spot_img
HomeFréttirKosovi til reynslu hjá KR

Kosovi til reynslu hjá KR

00:10

{mosimage}

Meistaraflokkur karla hefur fengið leikmann frá Kosovo til reynslu að nafni Edmond Azemi. Azemi er 200 cm hár og spilar stöðu framherja og eftir því sem best er vitað er þetta fyrsti Kosovinn sem leikur hér á landi.

Azemi er til reynslu út desembermánuð og mætti á sína fyrstu æfingu í kvöld. Hann hefur leikið í heimalandi sínu undanfarin ár með Sigal Pristina sem er meistari þar í landi. Síðasta vetur var hann með 13 stig í leik og gengdi stöðu fyrirliða. Hann hefur verið valinn í úrvalslið deildarinnar og einnig verið valinn besti varnarmaður deildarinnar. Kosovo hefur ekki verið áberandi í körfuboltaheiminum þar sem landið er ekki innan FIBA. Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, hafði þetta að segja þegar heimasíðan spurði hann út í leikmanninn.

,,Þetta er leikmaður sem er kannski ekki með besta prófílinn/ferilskránna sem hefur komið hingað til lands, en ég hef trú á því að þetta sé leikmaður sem eigi eftir að hjálpa okkur töluvert. Hann er góður varnarmaður og getur dekkað upp og niður. Þá fær hann topp meðmæli sem karakter innan sem utan vallar og eins og menn þekkja sem eru að eiga við þessa erlendu leikmenn dags daglega þá er það ekkert lítið atriði. Hann getur gert sitt lítið af hverju sóknarlega en fyrst og fremst liðsmaður fram í fingurgóma sem vill vinna leiki. Það er mín trú að þetta sé leikmaður sem eigi eftir að virka vel í þessari deild og í okkar leikstíl."

Frétt tekin af www.kr.is/karfa

Mynd: www.kr.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -