8:38
{mosimage}
Kosning fyrir Stjörnuleiki FIBAEurope er hafin á heimasíðu þeirra en leikirnir fara fram í mars, kvennaleikurinn 8. mars í Valencia á Spáni og karlaleikurinn í Lemesos á Kýpur.
KKÍ hvetur fólk til að kíkja á kosninguna og taka þátt, Íslendingar hafa áður verið duglegir í þessari kosningu, það var þegar Jón Arnór var valinn í leikinn. Af þeim leikmönnum sem ættu að vera Íslendingum kunnastir í valinu í dag er Daninn Christian Drejer sem hefur gert Íslendingum lífið leitt í leikjum Íslands og Danmerkur undanfarin ár.