spot_img
HomeFréttirKörfuboltavika Special Olympics: FIBA Europe og Euroleague koma myndarlega að málum

Körfuboltavika Special Olympics: FIBA Europe og Euroleague koma myndarlega að málum

 
FIBA Europe og meistaradeild Evrópu í körfuknattleik (Euroleague) hafa bæði, á nýjan leik, ákveðið að taka þátt í körfuboltaviku Special Olympics sem verður dagana 27. nóvember til 5. desember næstkomandi. Hugmyndin að körfuboltaviku Special Olympics í Evrópu er að allir í álfunni taki höndum saman í þeirri viðleitni að fjölga tækifærum þroskahamlaðra einstaklinga innan körfuboltans. www.ifsport.is greinir frá.
Nar Zanolin framkvæmdastjóri FIBA Europe segir í bréfi að samstarf sambandsins við Special Olympics hafi byrjað árið 2004 og síðan þá hafi körfuknattleiksmönnum með þroskahömlun fjölgað úr 13.000 í 53.000! Í ár munu svo 15.000 þroskahamlaðir leikmenn taka þátt í fjölmörgum verkefnum tengdum körfuknattleiksviku Special Olympics víðsvegar um álfuna. Þema vikunnar verður ,,körfuknattleikur fyrir alla” og þá verður einnig leikinn ,,unified basketball” eða sameinaður körfuknattleikur þar sem ófatlaðir munu leika með þroskahömluðum en reynslan sínir að slíkir viðburðir séu vel til þess fallnir að auka hæfni í íþróttinni ásamt því að skapa vinabönd.
 
Meistaradeild Evrópu mun á næstu tveimur vikum auglýsa körfuboltaviku Special Olympics á 24 leikjum innan sinna raða þar sem leikmenn, þjálfarar og dómarar munu láta til sín taka. Þetta er annað árið í röð sem Meistaradeildin tekur þátt í verkefninu og í ár munu leikmenn klæðast bolum í upphitun tengdum verkefninu og rauðum reimum sem nú er verið að selja til að vekja enn frekari athygli á verkefninu.
 
Íþróttasamband fatlaðra/ www.ifsport.is  
Fréttir
- Auglýsing -