10:15
{mosimage}
Barna og unglinmgaráð Stjörnunnar stendur fyrir tveimur 5 daga körfuboltanámskeiðum í sumar fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Fyrra námskeiðið verður 11.-15. júní og það seinna 18.-22. júní. Ef næg þátttaka næst þá verða námskeiðin tvískipt, á milli 9-12 og síðan milli 13 og 16. Ef þátttaka verður dræm þá verður námskeiðið eftir hádegi. Hópunum verður skipt niður eftir aldri.
Leiðbeinandi verður Jón Gunnar Magnússon, þjálfari 9.flokks og leikmaður meistaraflokks Stjörnunnar. Einnig munu nokkrir leikmenn meistaraflokks kíkja í heimsókn og heilsa upp á krakkana. Pizzuveisla verður í lok hvers námskeiðs. Áhersla er lögð á grundvallaratriði körfuboltans ásamt því að spila og fara í leiki.
Skráning fer fram á netfanginu [email protected] og nánari upplýsingar gefur Hilmar í síma 894 7203.
Verð: 5.500 krónur hvort námskeið og 8.900 krónur fyrir bæði.