11:45
{mosimage}
(Það var góð stemmning á Litháamótinu að Ásvöllum)
Fyrir skemmstu voru nokkrir sprækir kappar sem stóðu að körfuboltamóti fyrir Litháa á Íslandi og er skemmst frá því að segja að mótið tókst einkar vel til þar sem um 150 keppendur mættu til leiks. Einn af skipuleggjendum mótsins, Algirdas Slapikas, sagði í samtali við Karfan.is að margir biðu spenntir eftir öðru móti enda væri Litháen körfuboltaland, eins og Íslendingar þekkja vel.
,,Alls voru 13 lið sem tóku þátt í mótinu og var skipt í fjóra riðla. Allir leikirnir voru mjög spennandi og bæði undanúrslitin og úrslitin skýrðust ekki fyrr en á lokasekúndunum,“ sagði Algirdas kátur í bragði. Elsti keppandinn á mótinu var 52 ára og sá yngsti var aðeins 13 ára. Algirdas sagði að ákveðin markmið hefðu náðst með mótinu og nú lægi fyrir að fara að keppa við aðra félaga frá öðrum löndum og taka þátt í almennum körfuboltamótum á Íslandi.
Fleiri myndir frá mótinu má sjá hér: http://picasaweb.google.com/robiofoto/20090524#