spot_img
HomeFréttirKörfuboltabúðir UMFH 2013

Körfuboltabúðir UMFH 2013

Helgina 12.-14. júlí næstkomandi fara fram Körfuboltabúðir UMFH að íþróttahúsinu Flúðum en námskeiðið er fyrir börn fædd 1996-2006. Allir þátttakendur fá bol og svo verður búðunum lokað með flatbökuveislu.
 
Á meðal þjálfara við búðirnar eru Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR, Heiðrún Kristmundsdóttir leikmaður Coker College í Bandaríkjunum sem einnig er fyrrum leikmaður UMFH sem síðar varð Íslands- og bikarmeistari með KR konum. Einnig mun Erik Olson þjálfari FSu þjálfa við búðirnar.
 
Það vantar ekki fjörið að Flúðum þessa helgina sem körfuboltabúðirnar fara fram því á sama tíma verður Bylgjulestin á staðnum.
 
Skráning fer fram á [email protected]
  
Fréttir
- Auglýsing -