Það ríkti mikil eftirvænting í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gærmorgum þegar körfuboltabúðir Tindastóls hófust. Krakkarnir byrjuðu að streyma að um kl. 10 en þá höfðu aðstandendur búðanna gert allt klárt fyrir þessar fyrstu körfuboltabúðir í sögu körfuknattleiksdeildarinnar.
Á áttunda tug krakka taka þátt í búðunum og hófst fyrsta æfingin kl. 11. Þar var raðað í hópa þar sem þess var gætt að getulega séð fengju allir þá þjónustu sem þeir áttu rétt á. Þjálfararnir Luigi Gresta, Goran Miljevic, Israel Martín og Perry Hunter, tóku til starfa undir öruggri stjórn Borce Ilievski og eftirvæntingin skein úr andlitum krakkanna þegar fyrsta æfingin hófst.
Stólarnir greina vel frá búðunum á heimasíðu sinni.
Búið er að setja myndasafn inn á facebook síðu búðanna.
Mynd/ www.tindastoll.is – Þjálfarar búðanna á Sauðárkróki.