Samkvæmt könnuninni sem hefur verið í gangi hér á Karfan.is síðustu daga var það silfurlið Stjörnunnar sem kom mest á óvart í Iceland Express deild karla á nýafstöðnu tímabili. Tæplega 600 manns svöruðu í könnuninni og fékk Stjarnan 39% atkvæða.
Atkvæði skiptust svo:
Stjarnan 39%
Haukar 12%
Snæfell 11%
ÍR 7%
KR 6%
Njarðvík 6%
Fjölnir 5%
Tindastóll 3%
Grindavík 3%
Keflavík 3%
Hamar 3%
KFÍ 2%
Að þessu sinni spyrjum við hvort fólk ætli sér að mæta á Lokahóf KKÍ næsta laugardag.
Mynd/ [email protected]