spot_img
HomeFréttirKönnun: Flestir telja að Borce taki við Haukum

Könnun: Flestir telja að Borce taki við Haukum

Síðustu daga höfum við spurt í könnun hér á Karfan.is hver muni taka við karlaliði Hauka í Iceland Express deild karla. Flestir eða 22% svarenda telja að Borce Ilievski muni taka við Haukaliðinu af Pétri Ingvarssyni. Ívar Ásgrímsson hefur stýrt Haukum síðan Pétur sagði starfinu lausu. Næstum 500 manns tóku þátt í könnuninni.
Spurt var: Hver tekur við Haukum í Iceland Express deild karla?
 
Svör:
 
Borce Ilievski 22%
Yngvi Gunnlaugsson 20%
Ívar Ásgrímsson 16%
Guðjón Skúlason 12%
Jón Arnar Ingvarsson 9%
Marel Örn Guðlaugsson 5%
Bjarni Magnússon 5%
Einhver annar…11%
 
Nú er komin inn ný könnun og að þessu sinni spyrjum við:
 
Ert þú ánægð(ur) með Lengjubikar karla? 
Fréttir
- Auglýsing -