Fregnir af því að Kobe Bryant sé á förum til Chicago hafa verið háværar en John Paxon framkvædarstjóri Bulls sagði að engin hefði haft samband við sig varðandi Kobe. Bryant hefur hitt eiganda Lakers Jerry Buss og tjáð honum að hann vilji spila fyrir annað lið á næsta ári. Engin klásúla er í samningi hans um skipti og því hefur Kobe nokkurnveginn lokaorð um það hvert hann fer, en sagt er að eitt af óska liðum hans sé einmitt Chicago Bulls. Talað er um nú vestra að um 3ja leikmanna skipti séu að fara fram á milli Boston, Lakers og Chicago. Þá myndi Chicago fá Kobe, Lakers fengju Paul Pierce og svo myndu Boston þá líklega fá Ben Wallace og "klink" með því.