07:26:21
{mosimage}Kobe Bryant slátraði Orlando Magic þegar LA Lakers unnu sannfærandi sigur á Orlando Magic í fyrsta úrslitaleik liðanna í nótt, 100-75.
Bryant, sem er sennilega einbeittasti leikmaður deildarinnar, hefur ekki gleymt niðurlægingunni frá í fyrra þegar Lakers biðu lægri hlut gegn Boston Celtics. Hann gerði 40 stig og gaf skýr skilaboð: Hann ætlar sér að vinna sinn fjórða meistaratitil og lætur engan stöðva sig.
Nánar hér að neðan…
Eftir jafnan leik framan af tóku Lakers öll völd í öðrum leikhluta og höfðu náð 26 stiga forskoti skömmu eftir hálfleik. Þar var Kobe fremstur í flokki en hann gerði 18 stig í þriðja leikhluta einum saman.
Fyrir utan framlag Bryants létu liðsfélagar hans ekki sitt eftir liggja og klipptu heljarmennið Dwight Howard gersamlega út úr leiknum. Howard var með 12 stig, þar af 10 af vítalínunni, og hitti aðeins úr einu skoti af sex utan af velli.
Það er ekkert óvenjulegt að lið reyni að loka á Howard en það opnar fyrir skot utan af velli og þar er Magic með eitt hættulegasta samansafn 3ja stiga-manna í deildinni. Þeir náðu sér hins vegar ekki á strik og því fór sem fór.
Lakers hafa gefið tóninn. Þrátt fyrir að hafa oft og tíðum sýnt hikst og meðalmennsku í úrslitakeppninni virðast þeir vera mættir tilleiks reiðubúnir til að leggja sig alla fram og Phil Jackson, sem er að leitast eftir að slá met með því að vinna sinn 10. titil sem þjálfari, virtist eiga svar við öllu sem Magic höfðu að bjóða.
Kobe var engu að síður var um sig í viðtölum eftir leik þar sem hann lagði áherslu á að mikið væri enn eftir af þessu einvígi.
„Það er mikil seigla í þessu Magic-liði. Þeir hafa gengið í gegnum mikið mótlæti til að komast svina langt þannig að þetta er ekkert nýtt fyrir þeim. Við verðum bara að gleyma þessum leik og horfa fram á veginn.“
Tölfræði leiksins
Myndbrot úr leiknum
ÞJ