spot_img
HomeFréttirKobe í Barcelona FC

Kobe í Barcelona FC

dKörfuboltastjarnan Kobe Bryant er nú í sumarfríi í Evrópu og í dag lét hann gamlan draum rætast þegar hann fékk að fylgjast með æfingu hjá spænska stórliðinu Barcelona. Bryant ólst upp á Ítalíu og var Frank Rijkaard þjálfari Barcelona uppáhaldsleikmaður hans á sínum tíma.
Bryant heilsaði upp á Rijkaard og leikmenn Barcelona eftir æfinguna í dag og fékk meira að segja knús frá brasilíska snillingnum Ronaldinho. "Ég kom hingað til að fylgjast með uppáhaldsliðinu mínu og það eru sönn forréttindi að fá að fylgjast með æfingu hjá Barcelona. Bryant sagði að Rijkaard hafi veirð í miklu uppáhaldi hjá sér þegar hann lék með Milan á árum áður og kallaði hann miðjumann í hæsta gæðaflokki.

 

af visir.is

Fréttir
- Auglýsing -