09:53
{mosimage}
(Kobe þarf að fara fyrir sínu liði í kvöld)
Fimmti leikur Boston og L.A. Lakers fer fram í kvöld í Staples Center í einvígi liðanna um NBA-titilinn. Staðan í einvíginu er 3-1 fyrir Boston sem þýðir að með sigri í kvöld geta grænir unnið sinn 17 titil frá upphafi.
Í síðasta leik leit allt út fyrir að Lakers myndu jafna einvígið 2-2 en leikmenn Boston náðu með ótrúlegri endurkoma að jafna leikinn og komast yfir og landa einum magnaðasta sigri sem hefur sést í lokaúrslitum NBA-deildarinnar.
Í kvöld verða Lakers að vinna ætli þeir sér titilinn eða a.m.k. koma í veg fyrir að Boston fagni á heimavelli Lakers. Kobe Bryant, besti leikmaður Lakers, segir að einvígið sé langt frá því búið og að liðsmenn Bostonmuni ekki fagna í kvöld. ,,Einvígið er ekki búið. Það er langt frá því.”
,,Við verðum að vinna,” sagði Kobe og bætti við. ,,Hvað ætlum við svo að gera? Hvernig ætla ég að koma liðsfélögum mínum í rétt hugarfar fyrir leikinn, tryggja að þeir séu tilbúnir, þetta hefur snúist um það frá upphafi.”
Ekkert lið hefur unnið NBA-titilinn eftir að hafa lent 3-1 undir í lokaúrslitunum þannig að sagan segir að sigurinn sé Boston vís en eins og allir vita þá er ekki nóg að hafa sögunni sér á bandi og það er ljóst að Kobe Bryant og félagar ætla að gera allt til þess að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.
Mynd: AP