spot_img
HomeFréttirKláruðu leikinn á upphafsmínútunum

Kláruðu leikinn á upphafsmínútunum

23:29 

{mosimage}

(Ivey var stigahæstur hjá Njarðvík í kvöld)

Viðureign Njarðvíkur og Hamars/Selfoss var álíka spennandi og veðrið í Reykjanesbæ í kvöld. Kunnugir segja að leikurinn fari í sögubækurnar og met hafi fallið sem fæstir eða enginn vill eiga. Hamar/Selfoss gerði aðeins 41 stig í leiknum en þeir töpuðu leiknum með 31 stigi þar sem Njarðvíkingar gerðu 72 stig og voru það lokatölur leiksins. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu en gestirnir léku án Lewis Monroe sem var látinn taka poka sinn fyrir leikinn. George Byrd er væntanlegur til landsins að fylla hans skarð og kemur að öllum líkindum á sunnudag. 

Fyrsta karfa leiksins undirstrikaði það sem flestir voru að hugsa, stórsigur Njarðvíkinga gegn vængbrotnum gestunum. Jeb Ivey braust í gegnum teiginn og henti boltanum hátt í loft upp þar sem Egill Jónasson tók við honum og tróð með tilþrifum. Njarðvíkingar komust svo í 7-0 en Jeb og Egill endurtóku leikinn frá því í upphafi leiks og breyttu stöðunni í 9-0. Það var svo Svavar Pálsson sem gerði fyrstu stig gestanna og minnkaði muninn í 9-2. Njarðvíkingar höfðu yfir, 26-4, að loknum fyrsta leikhluta þar sem Guðmundur Jónsson gerði 9 síðustu stig leikhlutans með þriggja stiga körfum. 

{mosimage}

H/S-ingar sýndu smávægileg batamerki í öðrum leikhluta en þrátt fyrir það voru yfirburðir Njarðvíkinga algerir og liðið gengu til leikhlés í stöðunni 35-14. Síðari hálfleikurinn var að mestum hluta leikinn af yngri og óreyndari leikmönnum liðanna og hefðu þeir vel getað staðið sig betur í báðum liðum. Sögulega lítið var skorað í leiknum og var staðan 59-27 Njarðvík í vil að loknum þriðja leikhluta.

Brenton Birmingham lék aðeins 8 mínútur í leiknum og kom ekki við sögu í síðari hálfleik enda þurftu Njarðvíkingar þess ekki með og gátu vel leyft Brenton að hvíla sig. Fjórði og síðasti leikhlutinn var einvörðungu formsatriði fyrir Njarðvíkinga og lauk leiknum í stöðunni 72-41. Mestu vonbrigðin við leikinn í kvöld var dapurleg frammistaða ungu leikmanna liðanna sem allir fengu tækifæri til að sýna hvað í þeim býr en enginn virtist tilbúinn til þess að grípa gæsina á lofti. 

{mosimage}

Jeb Ivey var stigahæstur hjá Njarðvík með 17 stig og Guðmundur Jónsson gerði 16. Hjá Hamri/Selfoss var Atli Gunnarsson atkvæðamestur með 7 stig. Leikmenn á borð við Svavar, Bojan, Lárus og Friðrik eiga miklu meira inni en þeir sýndu í kvöld og verða þeir að fara að stíga betur upp fyrir H/S því Georeg Byrd mun ekki bera þá út tímabilið þó bak hans sé með þeim breiðustu. 

Tölfræði leiksins

[email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -