spot_img
HomeFréttirKKÍ úthlutað alls 7 milljónum úr Afrekssjóði ÍSÍ

KKÍ úthlutað alls 7 milljónum úr Afrekssjóði ÍSÍ

Tilkynnt var um úthlutun úr Afrekssjóði fyrir árið 2014 í dag.  Styrkveitingar ÍSÍ að þessu sinni nema samtals rúmlega 96 milljónum króna. Alls sóttu 26 sérsambönd  um styrki úr sjóðnum.  Hljóta þau öll styrk að þessu sinni vegna 37 landsliðsverkefna, 19 liða og vegna verkefna 38 einstaklinga.  Sótt var um styrki til sjóðsins vegna verkefna 92 einstaklinga að þessu sinni og er aðeins hluti þeirra verkefna styrktur sérstaklega. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍSÍ.
 
 
Í ár hlaut Körfuknattleikssamband Íslands sjö milljón króna styrk sem skiptist eftirfarandi:
 
– A-landslið karla 5.000.000
– A-landslið kvenna 1.000.000
– U18 karla 500.000
– U18 kvenna 500.000
 
Nánar má lesa um úthlutunina hér.
  
Fréttir
- Auglýsing -