Körfuknattleikssambandið mun hætta notkun GameDay mótakerfissins sem tekið var í notkun fyrir síðasta keppnistímabil. Í stað þess mun FIBAOrganizer koma aftur tímabundið í staðinn á meðan er unnið að greiningu á þörfum framtíðarlausnar þessa mála.
Samkvæmt fréttatilkynningu sambandsins mun GameDay ekki hafa uppfyllt þær kröfur sem gerðar hafi verið við innleiðingu þess, en að FIBAOrganizer geti uppfyllt grunnþarfir í ákveðinn tíma á meðan unnið er að því að greina betur hverjar væntingar séu til nýs kerfis.
Sambandið mun skipa hóp einstaklinga sem er með reynslu úr tæknibransanum og eins með þekkingu á körfubolta til að vinna þessa vinnu . Eins að skoða hvað önnur sambönd í Evrópu eru að gera í mótakerfismálum og hvort það leynist eitthvað kerfi sem getur uppfyllt það sem FIBA Organizer gerir og auðvelt er að þróa áfram og hvaða lausnir sem uppfylla þarfir KKÍ eru til á markaðnum. Á meðan þessi vinna fer fram þá mun sambandið halda áfram að miðla tölfræðiupplýsingum og stöðu deilda/flokka á einfaldan máta eins og sambandið hefur verið þekkt fyrir síðustu áratugi ef frá er talið síðasta keppnistímabil.