Fyrir stuttu var blaðamannafundur haldinn í Hartwall Arena í Helsinki þar sem úthlutun Afrekssjóðs til KKÍ var kynnt. Það tilkynnti Lárus Blöndal formaður ÍSÍ í dag.
Þetta er í fyrsta skipti sem afhennt er eftir nýjum reglum Afrekssjóðs. Ekki er lengur úthlutað fyrir öll sérsambönd í einu heldur gerður samningur við hvert samband fyrir sig í fjögur ár í senn. Þetta gefur sérsamböndum kleift að sjá frammí tímann hvernig úthlutun afrekssjóðs verður háttað og þannig gefin meiri tækifæri.
Viðbótarúthlutun afrekssjóðs til KKÍ eru 13 milljónir og er heildarúthlutun ársins til sambandssins því 31,5 milljónir. Samkvæmt Lárusi Blöndal formanni KKÍ er þetta herferð sem mun bylta afreksstarfi ÍSÍ. Með auknum úthlutunum til sjóðsins er gert ráð fyrir að sjóðurinn verði 450 milljónir í heild árið 2019. „Afreksstarfið verður auðveldara fyrir vikið og gefur meiri og betri árangur.“ sagði Lárus.
Viðtal við Hannes S. Jónsson formann KKÍ um úthlutunina mun birtast á Karfan.is síðar í dag.