Í dag er dagur íslenskrar tungu og árið 2005 ritaði Björn Leósson, þáverandi mótastjóri KKÍ, skemmtilega grein inn á heimasíðu KKÍ sem ber nafnið: ,, Banvæn krossstunga á degi íslenskrar tungu“
Við grípum rétt niður í grein Björns en tengjum svo yfir á hana í heild sinni á heimasíðu KKÍ:
KKÍ 2005:
Í tilefni af degi íslenskrar tungu; afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar; er ekki úr vegi að þýða ýmis hugtök úr körfboltanum úr ensku yfir á íslensku og síðan að nota þau í daglegu máli.
Tökum dæmi: Bakkarinn tók killer cross-over og henti svo alley-oop sendingu á senterinn sem dönkaði um leið og hann trassaði gaurinn í vörninni.
Á íslensku gæti þetta hljóðað svona: Bakvörðurinn tók banvæna krossstunga og gaf síðan viðstöðulausa sendingu á miðherjann sem tróð knettinum um leið og hann var með strigakjaft við varnarmanninn.