Rússinn Andrei Kirilenko hefur samið við CSKA Moskvu í Rússlandi til þriggja ára og mun því klæðast CSKA búningnum á nýjan leik eftir 10 ára fjarveru. Samningurinn felur í sér að hann geti snúið aftur í NBA deildina þegar og ef verkbanninu lýkur í NBA deildinni. Þá hefur hann mánuð til að skilja við rússneska liðið.
Kirilenko fór mikinn með Rússum á Evrópumótinu í sumar en hann var á mála hjá Utah Jazz í NBA deildinni. ,,Ég er ánægður með að vera kominn aftur til liðsins þar sem ég eyddi mínum unglingsárum og ánægjulegt að fá að leika fyrir rússneska áhorfendur,“ sagði Kirilenko um vistaskiptin.
Kirilenko biður ekki um mikið því allur sá aur sem hann mun vinna sér inn í Rússlandi mun renna inn í ,,Kirilenko´s Kids charity foundation“ eða velferðarsjóðs í nafni leikmannsins til handa börnum sem glíma við fatlanir.