09:36
{mosimage}
(Hardy)
Íslands- og bikarmeistarar Hauka í kvennakörfunni hafa náð samkomulagi við Kieru Hardy, 22 ára og 168 sm bakvörð frá Nebraska-háskólanum, til þess að spila með liðinu í vetur. Hardy var valin 39. í nýliðavali WNBA-deildarinnar síðasta sumar af liði Connecticut Sun. Með Sun spilar einmitt Megan Mahoney en hún lék með Haukum veturinn 2005-2006.
Hardy er mikil skytta, skoraði 15,7 stig að meðaltali á fjórum árum sínum í háskóla og setti þá niður 267 þriggja stiga körfur, sem er það langmesta í sögu skólans. Hardy var auk stiganna með 3,2 fráköst og 2,4 stoðsendingar að meðaltali í leik.
Hardy lék tvo leiki með Connecticut Sun á undirbúningstímabilinu áður en hún datt út og var þá með 11,5 stig að meðaltali og 63 prósenta nýtingu í þriggja stiga skotum.
Frétt úr Fréttablaðinu í dag – www.visir.is