spot_img
HomeFréttirKidd sektaður um 20 þúsund $

Kidd sektaður um 20 þúsund $

00:53 

{mosimage}

Jason Kidd, leikmaður New Jersey Nets, var sektaður um 20 þúsund Bandaríkjadollara (um 1,5 milljón króna) á miðvikudag fyrir að kalla dómara í leik New Jersey og Detroit þrjár blindar mýs.   

Kidd var óánægður með dómgæsluna í leiknum en Pistons höfðu nauman sigur á Nets 92-91. Stu Jackson, frá NBA deildinni, ákvað upphæð sektarinnar.  „Við leggjum mikið á okkur og það sem kemur út úr krafsinu er að dómararnir eru að fara illa með okkar vinnu. Við börðumst af krafti en það hefur enga þýðingu þegar dómararnir taka stjórnvölin í leiknum. Þú verður bara að hlýða þessum þremur blindu músum,“ sagði Kidd en þetta eru einmitt ummælin sem hann var dæmdur fyrir.  

Liðsmenn Nets og þjálfari þeirra Lawrence Frank urðu æfir þegar þeim fannst Rasheed Wallace brjóta á Vince Carter í skoti sem hugsanlega hefði getað tryggt sigur Nets. Að sögn miðla vestanhafs var það Carter sem braut á Chaunsey Billups í sókninni þar á undan en segja að það hafi verið lítilsháttar villa samanborið við atvikið þegar Wallace braut á Carter strax í næstu sókn. 

Kidd þénar rétt rúma 18 milljón dollara á þessu ári ætlaði ekki að áfrýja sektinni en hann stóð við allt það sem hann sagði. „Þannig leið mér og þannig leið liðinu okkar. Þetta var sannleikurinn en það er engin ástæða að vera að ræða um liðna atburði því við þurfum að einbeita okkur að því sem framundan er,“ sagði Kidd. 

nonni@karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -