spot_img
HomeFréttirKFÍ ætlar að hætta að röfla í dómurunum

KFÍ ætlar að hætta að röfla í dómurunum

19:54

{mosimage}

Heimasíða KFÍ greinir frá því að félagið hafi gengið frá samning við Bandaríkjamanninn Craig Schoen um að leika með liðinu í 1. deildinni í vetur. Craig þessi kemur frá Georgetown College þar sem þessi 178cm hái leikmaður útskrifaðist í fyrra. Hann lék síðastliðinn vetur með Kentucky í KBDL deildinni og var valinn MVP.

Craig leikur stöðu leikstjórnanda og samkvæmt upplýsingum KFÍ er hann jafn skorari sem sendingamaður og það með vinstri en hann er örvhentur. Georgetownskólinn sem hann lék með er þekktur fyrir mikinn varnaleik og voru yfirleitt að fá um 60 stig á sig í leik.

KFÍ menn segja á heimasíðu sinni að þeir stefni hátt í vetur, spila skemmtilegan körfubolta og hætta að röfla í dómurunum.

[email protected]

Mynd: Ed Robinson

Fréttir
- Auglýsing -