spot_img
HomeFréttirKevin Duckworth bráðkvaddur 44 ára að aldri

Kevin Duckworth bráðkvaddur 44 ára að aldri

18:36
{mosimage}

(Kevin Duckworth)

Lið Portland Trail Blazers í NBA deildinni á um sárt að binda þessa dagana en fyrrum leikmaður liðsins, Kevin Duckworth, var bráðkvaddur síðastliðið mánudagskvöld. Duckworth sem jafnan var kallaður ,,Duck“ var 44 ára að aldri og staddur á ferðalagi fyrir félagið sem einn af heiðurssendiherrum liðsins. Blazers eru nú á sumarferðalagi sem klúbburinn stendur að til kynningar á Portland Trail Blazers og málefnum tengdu liðinu.

Á heimasíðu Blazers kemur fram að örsök dauða Duckworth sé enn ókunn en niðurstöðu sé að vænta úr krufningu von bráðar. Kevin Duckworth lék með Portland Trail Blazers árin 1986-1993 en hann lék einnig með San Antonio, Milwaukee, Washington og LA Clippers í NBA deildinni.

Árið 1986 var Duckworth valinn af San Antonio Spurs í annarri umferð nýliðavalsins en var aðeins búinn að leika 14 NBA leiki þegar honum var skipt til Blazers fyrir Walter Berry. Strax á sínu öðru ári í NBA deildinni var honum ýtt inn í sviðsljósið þegar Steve Johnson og Sam Bowie áttu við meiðsli að stríða. Duckworth lét vel til sín taka og gerði 15,8 stig og tók 7,4 fráköst í fjarveru Bowie og Johnson.

Duckworth er tíundi stigahæsti leikmaðurinn í sögu Balzers sem og tíundi frákastahæsti leikmaðurinn en hann gerði alls 7188 stig fyrir Blazers og tók 3327 fráköst. Duckworth var ekki kvæntur og átti ekki börn en lét eftir sig móður og systur.

Nánar um leikmanninn:
http://hoopedia.nba.com/index.php/Kevin_Duckworth

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -