18:55
{mosimage}
Iziane Castro Marques var stigahæst Brasilíustúlkna
Keppni um fimm síðustu sætin í körfuboltakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í Peking í sumar er nú hafin á Spáni. 12 lið keppa í fjórum riðlum og eru línur strax farnar að skýrast.
Keppnin hófst í gær og er greinilegt að evrópsku liðin standa fetinu framar en önnur lið, þó amerísku liðin séu einnig í góðum málum. Heimastúlkur sigruðu Fiji örugglega 113-42 og Lettar unnu Senegal 94-34. Þá vann Kúba Taiwan 96-79 og Tékkland vann Argentínu 77-55.
Í dag unnu þær kúbversku sinn annan sigur og eru því komnar í átta liða úrslitin, en þær lögðu Hvíta Rússland 68-58, Japan vann Senegal 71-69 og Sengal á því ekki möguleika á að komast áfram. Brasilísku stúlkurnar sendu svo Fiji stúlkur heim þegar þær unnu 125-45 og skoraði Iziane Castro Marques, leikmaður WNBA liðsins Atlanta Dream, 28 stig fyrir þær brasilísku.
Seinasti leikur dagsins er svo leikur Argentínu og Angola og vinni Angola eru þær argentínsku á heimleið.
Tvö lið komast áfram úr hverjum riðli og leika í 8 liða úrslitum, siguvegararnir þar komast beint á Ólympíuleikana en tapliðin leika undanúrslit og úrslit um síðasta sætið.
Mynd: www.daylife.com